Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Félag leiðsögumanna

Stofnfundur Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum var haldinn á Egilsstöðum föstudaginn 14.febrúar 2003. Alls mættu á milli 40 og 50 leiðsögumenn með hreindýraveiðum á fundinn.

Meðal helstu hlutverka félagsins er að stuðla að því að leiðsögn með hreindýraveiðum verði faglegt og sérhæft starf, að hreindýraveiðar á Íslandi verði stundaðar af fagmennsku og virðingu fyrir bráðinni og umhverfinu. Einnig er félagið málsvari félagsmanna útávið og gagnvart stjórnvöldum. Aðalhvatamaður að stofun félagsins var Skúli heitinn Magnússon, leiðsögumaður með hreindýraveiðum, fasanabóndi og hreindýraveiðimaður.

Stjórn Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum

  • Formaður: Jón Hávarður Jónsson
  • Varaformaður: Jónas Hafþór Jónsson
  • Ritari: Grétar U. Karlsson
  • Gjaldkeri: Vigfús H. Jónsson
  • Meðstjórnandi: Aðalsteinn Hákonarson
  • Varamenn: Guðmundur Valur Gunnarsson og Skúli Heiðar Benediktsson

Starfsnefndir FLH

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar FLH verður skipað í starfsnefndir eins og mælt er fyrir í lögum félagsins.

  • Siðanefnd
  • Fræðslunefnd
  • Laganefnd
  • Hornamælingarnefnd

Félagsmenn í FLH eru nú skráðir 101 og er það mjög hátt hlutfall þeirra sem voru með starfsleyfi sem slíkir á síðasta veiðitímabili. Starfsemi félagsins er í föstum skorðum og heldur í sókn. Félagið gefur reglulega út fréttabréf sem sent er félagsmönnum. Félagið hefur haldið skyndihjálparnámskeiði fyrir sína félaga og einnig séð um tryggingarmál þeirra í starfi.

Skjöl