Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Dýrfisk hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi, við Snæfjallaströnd. 

Dýrfiskur hf. hóf eldi á regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði haustið 2009. Í Dýrafirði hefur fyrirtækið leyfi til að ala allt að 2.000 tonn á ári. 

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á tímabilinu 9. október til 4. desember 2014. Á vef Umhverfisstofnunar má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynningu til Skipulagsstofnunar og matsskylduákvörðun hennar. 

Tilkynnt var um væntanlega framkvæmd til Skipulagsstofnunar sem tók ákvörðun um matsskyldu þann 6. mars 2014. Niðurstaðan hennar var að aukið eldi regnbogasilungs Dýrfisks hf. í 4.000 tonna ársframleiðslu við Snæfjallaströnd (Sandeyri) sé ekki líklegt til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. 

Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað. 

Frestur til að gera athugasemdir um starfsleyfistillöguna er til 4. desember 2014.

Tengd gögn