Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar frá og með deginum í dag.

Sigrún lauk cand.jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1995. Hún hefur starfað að umhverfismálum í um 20 ár, þar af sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og var auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var settur forstjóri í október sl. Þá starfaði hún sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá 2000-2008. Fyrir þann tíma starfaði hún sem lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins.

Sigrún hefur sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram starfi sínu, m.a. í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hefur hún verið samræmingaraðili Umhverfisstofnunar gagnvart IMPEL, samtökum umhverfisstofnana í Evrópu.

Eiginmaður Sigrúnar er Davíð Pálsson tæknimaður og eiga þau tvö börn.