Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur undanfarið staðið fyrir vöktun á svokölluðum forgangsefnum víðsvegar um land, en forgangsefni eru efni sem hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk efni í umhverfi okkar.  Þetta eru efni eins og málmar, varnarefni, PAH og PFOS efni. Forgangsefni eru vöktuð með það að markmiði að fylgjast með styrk þeirra og skal vinna að því að draga úr notkun þeirra.

Tekin hefur verið ákvörðun um að hefja vöktun í Kópavogslæk þar sem töluvert álag er á lækinn frá íbúabyggð og ýmiskonar starfsemi auk þess sem svæðið við lækinn er mikið notað sem útivistarsvæði. Fyrstu sýnatökur í Kópavogslæk hafa farið fram og verður þeim haldið áfram út árið 2020. Náttúrufræðistofa Kópavogs framkvæmir sýnatökuna fyrir Umhverfisstofnun.

Forgangsefnin eru alls 45 og lista yfir efnin er að finna í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns.

Myndin sýnir starfsmann Náttúrufræðistofu Kópavogs framkvæma sýnatöku i Kópavogslæk.