Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út gönguleiðabækling fyrir Kerlingarfjöll. Í bæklingnum er að finna átta gönguleiðir um þessa miklu náttúruperlu á miðhálendinu með ítarlegum leiðarlýsingum, korti og hæðarsniði (hæðarprófíl).

Gönguleiðirnar eru flokkaðar í þrjú erfiðleikastig svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi – hvort sem það er léttur hringur um hina stórbrotnu Hveradali eða fjallganga upp í tæplega 1500 metra hæð þaðan sem sést til sjávar í bæði norðri og suðri.

Bæklingurinn er til á bæði íslensku og ensku og fæst í þjónustumiðstöðinni í Kerlingarfjöllum og kostar 500 krónur.

Bæklingurinn var unnin í samstarfi við Kerlingarfjallavini og Alta sá um kortagerð og umbrot.