Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Plastlaus september er árvekniátak sem hefur það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka notkunina. Líkt og kemur fram á heimasíðu átaksins snýst það ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að hver og einn setji sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum.

Plast er mjög nytsamlegt og okkur mjög mikilvægt, en við notum alltof mikið af því. Við þurfum að draga úr notkun þess, auka líftímann og endurvinna það sem við komumst ekki hjá að nota. Á heimasíðunni Saman gegn sóun, sem Umhverfisstofnun heldur úti, er hægt að fræðast um plast og lesa um leiðir til að draga úr plastnotkun.

Umhverfisstofnun leggur sitt af mörkum í Plastlausum september og höfum við sett okkur eftirfarandi markmið:

  • Greina plastúrganginn okkar – hvar eru tækifæri til að draga úr?
  • Plokka rusl – í kringum starfsstöðvar
  • Fræðast um plast

Við hvetjum aðrar stofnanir og fyrirtæki til að setja sér markmið í Plastlausum september.