Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun er samstarfsaðili í samnorræna verkefninu NordMar Plastic sem leitt er af Matís. Hlutverk Umhverfisstofnunar í verkefninu hefur verið m.a. að skipuleggja hakkaþon um plastvandann og gefa út leiðarvísi um hvernig hægt er að halda hakkaþon hugmyndasamkeppnir sem miða að fræðslu um umhverfismál.

Á heimasíðu Matís kemur m.a. fram að í leiðarvísinum megi finna minnislista, hugmyndir að uppsetningu dagskrár, umsagnir og ýmis heilræði um hvað skal gera og hvaða áskorunum skipuleggjendur geta staðið frammi fyrir þegar vakningarviðburðir sem þessir séu skipulagðir.

Hildur Harðardóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að leiðarvísirinn sé byggður á skipulagningu og framkvæmd tveggja hakkaþon viðburða á vegum stofnunarinnar haustin 2019 og 2020. Í september 2019 fór Plastaþon fram. Markmiðið var að finna lausnir við plastvandamálum. Spjaraþon var svo haldið í ágúst á þessu ári og var viðfangsefnið textíliðnaðurinn og umhverfisáhrif hans.

“Það er okkar von að leiðarvísirinn geti nýst öðrum sem vilja skipuleggja hakkaþon í svipuðum stíl, bæði sem innblástur og hagnýt atriði. Það er okkar reynsla að svona hugmyndasmiðjur leiði saman fólk með ólíkan bakgrunn og útkoman eru verkefni sem eiga góður líkur á að hafa áhrif til hins betra” segir Hildur.

Sjá nánar hér.