Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Yfirlit úr ársskýrslu loftgæða árið 2019 hefur verið tekin saman. Í yfirlitinu eru teknar saman helstu niðurstöður ársins fyrir hvert efni miðað við heilsuverndarmörk.

Styrkur svifryks, brennisteinsdíoxíðs og brennisteinsvetnis var innan leyfilegs fjölda skipta yfir heilsuverndarmörkum efnanna á öllum mældum stöðum á landinu árið 2019.


Eina efnið sem fór yfir leyfilegan fjölda skipta yfir heilsuverndarmörkum árið 2019 var köfnunarefnisdíoxíð (NO2). Á Grensásvegi fór styrkur NO2 11 sinnum yfir leyfileg mörk fyrir sólarhringsmeðaltal efnisins en einungis er leyfilegt að fara sjö sinnum yfir sólarhringsmörk ár hvert. 2019 er þriðja árið í röð þar sem NO2 fer yfir heilsuverndarmörk. 

Yfirlit úr ársskýrslu loftgæða 2019
Loftgæði á Íslandi - Ársskýrsla 2019