Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd tekin af vef Sorpu


Umhverfisstofnunin hefur nú tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi SORPU bs. til meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi

Byggðasamlagið óskaði eftir breytingu á starfsleyfinu til að lengja það tímabil er heimilt er að urða úrgang í Álfsnesi en sú heimild gildi áður aðeins út árið 2020 en nú gildir nú heimildin út árið 2023.

Við breytingu starfsleyfisins voru reglugerðartilvísanir einnig uppfærðar eftir því sem við átti.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að breyttu starfsleyfi opinberlega á vefsíðu stofnunarinnar á tímabilinu 19. nóvember til og með 17. desember 2020 og var gefinn kostur á skriflegum umsögnum um tillöguna á því tímabili. Tvær umsagnir bárust á auglýsingatíma og er farið yfir þær og athugasemdum svarað í greinargerð með starsleyfinu.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarnaeftirlit, laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, gildir til 23. maí 2035.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl:

Breytt starfsleyfi