Umhverfistofnun - Logo

Veiðifrétt

02.09.2021 20:04

3. sept. 2021

Var beðinn að koma því á framfæri að í dag er smalamennska í Fjallgörðum, Burstarfellslandi þ.e. inn í Þjóðfell og í Hauksstaðaheiði. Bið ég leiðsögumenn og veiðimenn þeirra að sína þessu tillitsemi. Smalamennsku verður sennilega lokið uppúr hádegi þannig að kannski er best að bíða átekta og fara ekki snemma til veiða á sv. 1. Alli í Klausturseli með einn að veiða kú á sv. 1, við Hvannárgil, Siggi Aðalsteins með tvo að veiða kýr og einn að veiða tarf á sv. 1, fellt við Möðrudal og Fosshól, Henning með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Leirvatn, Ívar Karl með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 2, fellt við Fitjahnjúk, Eyjólfur Óli með einn að veiða kú á sv. 2, fellt á Vesturöræfum, Jónas Hafþór með einn að veiða tarf á sv. 2, fellt á Vesturöræfum, Björn Ingvars með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt við Afréttarfjall, Jón Egill með tvo að veiða tarfa á sv. 3, fellt í Afrétt, Óli í Skálanesi með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt í Afrétt, Sævar með þrjá að veiða kýr á sv. 4, fellt í Njörvadal, Stebbi Kristmanns með einn að veiða kú á sv. 4, fellt í Afréttarfjalli, Sigurgeir með tvo að veiða tarfa á sv. 5, fellt í Kollaleirufjalli, Tóti Borgars með þrjá að veiða kýr á sv. 6, ein felld í Bratthálsi, Eiður Gísli með einn að veiða tarf á sv.6, fellt í Tungudal, Rúnar með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 6, fellt í Fagradal, Ómar með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Fossdalsskarði, Stefán Þórisson með þrjá að veiða kýr á sv. 7, Kristján Vídalín með einn að veiða kú á sv. 7, fellt, Skúli Ben með einn að veiða tarf á sv. 7, fellt á Lönguhlíð, Jón Magnús með þrá að veiða kýr á sv. 7, fellt í Veturhúsadal. Gunnar Bragi með þrjá að veiða kýr á sv. 8, stefnt er í Víðidal í tveggja til þriggja daga túr. fellt í Víðidal. Siggi á Borg með einn að veiða tarf á sv. 9. fellt í Heinabergsdal.
Til baka