Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis, dags. 29. ágúst 2019, fyrir ORF Líftækni hf. fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreyttar salatplöntur í gróðurhúsi rekstraraðila við Melhólabraut í Grindavík. Rekstraraðili hefur leyfi til afmarkaðrar notkunar á erfðabreyttu byggi og sojaplöntum í sama gróðurhúsi.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu. Athugið að þar sem nefnt er „klóróplast“ í umsókn rekstraraðila er átt við frumulíffærið grænukorn (e. chloroplast). 

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera annarra en örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 29. ágúst 2035.

Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið.

Fylgiskjöl: