Umhverfisstofnun ráðgerir á næstunni að fara í eftirlit sem beinist að sólarvörnum sem eru markaðssettar hér á landi. Sólarvarnir eru snyrtivörur í mikilli almennri notkun, sérstaklega yfir sumartímann.
Um sólarvarnir gilda ákvæði reglugerðar nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Sólarvarnir þurfa því að uppfylla skilyrði sem eru talin upp í þessum reglugerðunum, m.a. varðandi merkingar, innihaldsefni, og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP).
Í fyrirhuguðu eftirliti verður lögð áhersla á að skoða hvort sólarvarnir innihaldi óleyfileg innihaldsefni sem eru talin upp í II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1223/2009 og einnig hvort vörurnar sem falla undir umfang eftirlitsins uppfylli kröfur varðandi merkingar og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP).
Kynntu þér málið nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar: