Eftirlit með hættulegum efnum í málningar- og byggingavöruverslunum 2015

Tilgangur og markmið:

 • Að skoða merkingar á hættulegum efnavörum í málningar- og byggingavöruverslunum í þeim tilgangi að athuga hvort slíkar vörur uppfylli kröfur gildandi reglugerða um markaðssetningu efna og efnablandna. Um var að ræða vörur á borð við lakk- og málningarvörur, stíflueyða og ýmis konar hreinsivörur.
 • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um markaðssetningu efna og efnablandna.
 • Að auka neytendavernd.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Eftirlitið náði til eftirfarandi fyrirtækja: 

 • Bauhaus
 • Byko
 • Einar Ágústsson og Co
 • Flügger
 • Húsasmiðjan
 • K. Richter
 • Málningarverslun Íslands
 • Múrbúðin
 • Sérefni
 • Slippfélagið
 • Verkfæralagerinn
 • Würth á Íslandi

  Frávik frá ákvæðum reglugerðar 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna voru skráð og hlutaðeigandi fyrirtækjum send eftirlitsskýrsla og bréf um niðurstöðu eftirlitsins. Eitt fyrirtæki fékk engar athugasemdir vegna merkinga, en gerðar voru kröfur um úrbætur vegna vanmerktra vara hjá 11 af fyrirtækjunum 12. Gerð var krafa um að vanmerktar vörur yrðu merktar með réttum hætti og að send yrðu sýnishorn af endurbættum merkingum til Umhverfisstofnunar.

 • Samantektarskýrsla um eftirlitsverkefnið