Norðvesturland

Friðlönd

  • Guðlaugstungur og Álfgeirstungur, Bólstaðarhlíðahreppi. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 1150/2005. Stærð 39.820 ha.. Mikilvæg varp- og beitilönd heiðagæsar, víðfeðm votlendi. Alþjóðlegt náttúruverndargildi. Ein stærstu og fjölbreyttustu rústasvæðin utan Þjórsárvera. Gróskumikið votlendi á hálendi.
  • Miklavatn, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 29/1977. Stærð 1.484,5 ha. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 15. maí til 1. júlí.

Náttúruvætti

  • Hveravellir á Kili, A-Húnavatnssýslu. Friðlýstir sem náttúruvætti 1960. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 217/1975. Stærð 534,1 ha.
  • Hverastrýtur á botni Eyjafjarðar, norður af Arnarnesnöfum. Verndargildi strýtanna felst einnig í fjölbreytileika þeirra og sérlega miklu lífríki sem hefur hátt vísinda-, fræðslu- og verndargildi. Friðlýst með auglýsingu í Stj.tíð. nr. 510/2007
  • Kattarauga, Áshreppi, A-Húnavatnssýslu. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 522/1975. Stærð 0,01 ha.

Fólkvangar

  • Hrútey í Blöndu, Blönduósbæ, A-Húnavatnssýslu. Friðlýst sem fólkvangur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 521/1975. Stærð 10,7 ha.
  • Spákonufellshöfði, Höfðahreppi, A-Húnavatnssýslu. Friðlýstur sem fólkvangur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 444/1980. Stærð 22,5 ha.

Aðrar náttúruminjar

401. Arnarvatnsheiði og Tvídægra (209), Mýrasýslu, V-Húnavatnssýslu. (1) Vatnasvæði Arnarvatnsheiðar og Tvídægru. Að sunnan liggja mörk frá Guðnahæð í Efri Fljótsdrögum um Eiríksgnípu í tind Strúts og þaðan vestur í Vatnshnúk, um Spenaheiði, Sléttafell í Litlaskálshæð. Austurmörk eru úr Litlaskálshæð um Suðurmannasandfell í Guðnahæð. (2) Frjósamar tjarnir, stöðuvötn, flóar og ár á vatnasviði Þverár, Norðlingafljóts, Hrútafjarðarár, Miðfjarðarár og Víðidalsár. Silungsveiði og mikið fuglalíf.

402. Hindisvík, Þverárhreppi, V-Húnavatnssýslu. (1) Jörðin Hindisvík á Vatnsnesi. (2) Fjölbreytilegt strandlandslag. Eitt mesta selalátur á Norðurlandi.

403. Hvítserkur, Þverárhreppi, V-Húnavatnssýslu. (1) Hvítserkur í vestanverðum botni Húnafjarðar. (2) Sérkennilegur brimsorfinn berggangur í sjó.

404. Björg og Borgarvirki, Þverárhreppi, V- Húnavatnssýslu. (1) Að vestan fylgja mörkin vesturbakka Sigríðarstaðavatns og Hólaá suður á móts við Hrútatanga, síðan meðfram vestur- og suðurbökkum Vesturhópsvatns að Faxalæk. Að sunnan og austan ræður Faxalækur, austurbakki Víðidalsár og vesturbakki Hópsins út í Bjargaós. (2) Fagurt og fjölbreytt landslag, björg, tjarnir, mýrlendi og sandar. Athyglisverðar jarðmyndanir og fornminjar, Borgarvirki.

405. Kerafossar, Þorkelshólshreppi, V-Húnavatnssýslu. (1) Fossar og árrofsmyndanir í Fitjaá í Víðidal. (2) Fossar, flúðir og skessukatlamyndanir.

406. Kolugil og Bakkabrúnir í Víðidal, Þorkelshólshreppi, V-Húnavatnssýslu. (1) Gljúfur og fossar í Víðidalsá rétt sunnan við bæinn Hvarf suður á móts við bæinn Hrappsstaði, auk þess setlagaopna í landi Bakka og nánasta umhverfi. (2) Þröngt og djúpt gljúfur með fallegum fossum, Kolugilsfossum, en víða er gljúfrið gróðurríkt. Í Bakkabrúnum er að finna þykk setlög með steingerðum plöntuleifum frá einu af hlýskeiðum ísaldar.

407. Vatnsdalshólar, Sveinsstaðahreppi, A-Húnavatnssýslu. (1) Hólarnir vestan Hnausakvíslar og Flóðsins milli þjóðvegar og Þórdísarlækjar í löndum Sveinsstaða og Vatnsdalshóla. (2) Fjöldi framhlaupshóla úr Vatnsdalsfjalli, flæðiengi og tjarnir.

408. Eylendið, Flóðið og Húnavatn, Sveinsstaðahreppi, Torfalækjarhreppi, A-Húnavatnssýslu. (1) Húnaós, Húnavatn, Hnausakvísl með bökkum og hólmum, eylendið frá Giljáreyrum suður undir Hnausa. Flóðið og óshólmar Vatnsdalsár í Vatnsdal. (2) Flæðimýrar, óshólmar og vötn með fjölbreyttu lífi.
Vatnsdalsá

409. Kálfshamarsvík á Skaga, Skagahreppi, A-Húnavatnssýslu. (1) Strandlengja og fjörur milli Framness og Kálfshamars á Skaga. (2) Sérkennileg sjávarströnd með fjölbreyttum stuðlabergsmyndunum.

410. Fossar í Vatnsdalsá og Friðmundará, Áshreppi, A-Húnavatnssýslu. (1) Fossarnir Skínandi, Kerafoss, Rjúkandi og Skessufoss í Vatnsdalsá vestur af Bótarfelli og Bótarfoss í Friðmundará. (2) Sérkennilegir og fagrir fossar í hrikalegum gljúfrum. Surtarbrandslög.

411. Eyjavatn og Friðmundarvatn vestara, Auðkúluheiði, A-Húnavatnssýslu. (1) Vötnin ásamt hólmum og bökkum. (2) Grunn stöðuvötn, óvenjumikið fuglalíf og gróskumikill gróður í hólmum.

412. Blöndugil, Vallgil og Rugludalur, Auðkúluheiði, A-Húnavatnssýslu. (1) Árgljúfur Blöndu frá norðurenda Reftjarnarbungu niður undir Þröm ásamt Vallgili og Rugludal. (2) Hrikalegt gljúfur með gróðursælum hvömmum og birkikjarri.

413. Orravatnsrústir á Hofsafrétt, Skagafjarðarsýslu. (1) Votlendi umhverfis Orravatn allt norður að Reyðarvatni. (2) Einstakt rústasvæði, flár og tjarnir.

414. Botn Vesturdals (Hofsárdals), Skagafjarðarsýslu. (1) Innsti hluti Vesturdals, innan Miðmundargils og gljúfrið inn af honum. (2) Sérkennilegur og gróðursæll dalur, umgirtur hömrum og snarbröttum hlíðum. Fagrir fossar í Fossá.

415. Kotagil og Skeljungssteinn, Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu. (1) Kotagil og Skeljungssteinn, sem stendur stakur alllangt vestan þess. Gilið er á mörkum Silfrastaða og Ytri-Kota. (2) Hrikalegt, djúpt árgljúfur. Í hraunlagi í gljúfrinu, svo og í Skeljungssteini, eru för eftir trjáboli.

416. Fossar í Bólugili, Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu. (1) Bólugil, fossaröð í Bóluá við bæinn Bólu. (2) Sérkennilegir og fagrir fossar í tilkomumiklu gljúfri nærri alfaraleið.

417. Malarásar í Sæmundarhlíð, Seyluhreppi, Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu. (1) Malarásar meðfram Sæmundará, milli bæjanna Fjalls og Auðna. (2) Óvenju fallegir og reglulega lagaðir malarásar auk jökulkerja. Merkar jarðsögulegar minjar um hop jökulsins í lok ísaldar.

418. Austara-Eylendið, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Skagafjarðarsýslu. (1) Óshólmasvæði Eystri-Héraðsvatna. Að austan fylgja mörk austurbakka Eystri-Héraðsvatna frá sjó suður að norðurodda Holtseyjar, en að vestan vesturjaðri mýrlendis við Ríp og síðan vesturbökkum Ásvatns og Garðsvatns og til sjávar í Garðskróki. (2) Fjölbreytt fuglalíf og gróður.

419. Ketubjörg á Skaga, Skefilsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu. (1) Strandlengjan frá Ketukögri suður á móts við eyðibýlið Kleif. (2) Tilkomumikil sjávarbjörg, drangar og gatklettar, leifar af eldstöð frá ísöld.

420. Drangey, Skagafjarðarsýslu. (1) Drangey ásamt Kerlingu. (2) Há, þverhnípt klettaeyja með miklum fuglabjörgum og gróskumiklum gróðri.

421. Höfðavatn og Þórðarhöfði, Hofshreppi, Skagafjarðarsýslu. (1) Höfðavatn og Þórðarhöfði við austanverðan Skagafjörð. (2) Stöðuvatn með ísöltu vatni. Fjölbreytt og auðugt lífríki.

422. Reykjarhóll á Bökkum, Fljótahreppi, Skagafjarðarsýslu. (1) Reykjarhóll og nánasta umhverfi, við samnefndan bæ. (2) Sérkennilegur, stakur, keilulaga jökulbergshóll með laug í kollinum.

423. Fjalllendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, (501), Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu. (1) Hálendi milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar norðan þjóðvegar nr. 1 á Öxnadalsheiði. Á vestanverðum skaganum eru mörk miðuð við 200 m h.y.s, mörk ná víðast í sjó fram á norðanverðum skaganum og á austanverðum skaganum eru mörk í 150-250 m h.y.s. (2) Hálendur og hrikalegur skagi með djúpum dölum, stórbrotið land. Á hæstu fjöllum eru jöklar. Um hálendið liggja fornar leiðir milli byggða.

424. Hóp, Þverárhreppi, Þorkelshólshreppi, Sveinsstaðahreppi, V- og A-Húnavatnssýslum. (1) Hópið og nánasta umhverfi ásamt Bjargaósi. (2). Hópið er talið fimmta stærsta stöðuvatn á Íslandi og er strandvatn með fjölbreyttu fuglalífi.

425. Hvammsskriður í Vatnsdal, Áshreppi, Sveinsstaðahreppi, A-Húnavatnssýslu. (1) Svæði milli Vatnsdalsár og hábungu fjallanna austan við ána. Til norðurs markast svæðið af læk norðan Hjallalands og til suðurs af læk sunnan Eyjólfsstaða. (2) Mikilfenglegir klettar og skriður, fögur og tilkomumikil stuðluð basaltlög í Fossgili.

426. Rifsnes á Skaga, Skagahreppi, A-Húnavatnssýslu. (1) Svæðið frá Landsenda (Skilnaðarhorni) að Selvíkurtanga. Til suðurs og austurs ræður þjóðvegur. (2) Fjölbreytt landslag með sjávarbjörgum, sjávarlónum, tjörnum og jökulminjum ásamt menningarminjum.

427. Ásbúðnavatn, Torfavatn og Þangskálavatn á Skaga, Skagahreppi, Skefilsstaðahreppi, A-Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu. (1) Strandlengja frá bænum Mánavík að Kelduvíkurvík ásamt sjávarlónum. (2) Sjávarlón með miklu fuglalífi.

428. Miklavatn í Fljótum, Fljótahreppi, Skagafjarðarsýslu. (1) Vatnið allt ásamt ósi. (2) Miklavatn er sérstætt náttúrufyrirbæri með greinilegri seltulagskiptingu.