Tilgangur og markmið:
Framkvæmd og helstu niðurstöður:
Farið var í eftirlit í maí og júní 2023 hjá fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað. Úrtakið í eftirlitinu náði til 33 mismunandi plöntuverndarvara í heild. Allar plöntuverndarvörur sem fundust í sölu hjá fyrirtækjunum voru kannaðar með tilliti til markaðsleyfa, sbr. reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og merkinga á umbúðum varanna, sbr. reglugerð nr 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna eða efnablandna, reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerð nr. 1002/2014 um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum.
Eftirfarandi eftirlitsþegar féllu undir umfang verkefnisins:
Fyrirtæki | Starfsemi |
Eco-Garden ehf. | Innflutningur, heildsala |
Garðheimar Gróðurvörur ehf. | Innflutningur, heildsala, smásala. |
Grastec ehf. | Innflutningur, heildsala. |
Húsasmiðjan ehf. | Smásala. |
Kemi ehf. | Innflutningur, heildsala. |
NPK ehf. | Innflutningur, heildsala. |
Samhentir Kassagerð ehf. | Innflutningur, heildsala. |
Samtals voru skoðuð 48 eintök af plöntuverndarvörum og þar af fundust eitt eða fleiri frávik við 19 vörur, sem gerir tíðni frávika um 40%. Öll frávikin voru vegna ófullnægjandi merkinga og gerði Umhverfisstofnun kröfur um úrbætur sem fyrirtækin hafa brugðist við á fullnægjandi hátt.