Umhverfistofnun - Logo

Aðgengi og þjónusta


Landmannalaugar.

Skálar og tjaldsvæði

Tjaldsvæði innan Friðlandsins eru í Landmannalaugum, Landmannahelli og í Hrafntinnuskeri. Skálar Ferðafélags Íslands eru í Landmannalaugum og í Hrafntinnuskeri en Hellismenn eru með skála við Landmannahelli. Skálavarsla er í þeim öllum yfir sumartímann.

Nánari upplýsingar um þjónustu og bókun gistingar 

Ferðafélag Íslands 

Hellismenn

Landverðir eru að störfum í friðlandinu yfir sumartímann og fram eftir hausti. Þeir eru til staðar til að fræða og upplýsa gesti um friðlandið og leiðbeina um góðar gönguleiðir. 

Gestir friðlandsins eru beðnir um að hafa eftirfarandi umgengnisreglur í huga

 • Akið ekki utan merktra vega.
 • Eyðið ekki eða spillið gróðri.
 • Truflið ekki dýralíf.
 • Kveikið ekki elda.
 • Takið allt sorp með ykkur til byggða.
 • Hlaðið ekki vörður.
 • Letrið ekki á náttúrumyndanir.
 • Spillið ekki hverum og laugum.
 • Tjaldið ekki utan tjaldsvæða nema í samráði við landvörð.
 • Rjúfið ekki öræfakyrrð að óþörfu.
 • Takið ekkert með ykkur nema myndir og minningar og skiljið ekkert eftir.