Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að með notkun á vatni þá erum við að hafa áhrif á vistkerfi vatna og sjávar og fráveitukerfi sveitarfélaga. Við berum sjálf ábyrgð á því að í fráveituna séum við ekki að losa mengandi efni og úrgang, sem bæði hefur neikvæð áhrif á umhverfi og lífríki og svo á fráveitukerfin sjálf. Fráveitukerfin þurfa að geta annað því magni fráveituvatns sem í þau berst og að geta hreinsað vatnið áður en það er losað út í viðtaka.
Verkefnið „bara piss, kúk og klósettpappír í klósettið“ er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar og Samorku í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu og er markmið þess að draga úr rusli í fráveitu og þar með álagi á umhverfið okkar.
Umhverfisstofnun og Samorka kostuðu gerð auglýsingaefnis sem öllum er frjálst að nota að vild og hvetjum við fólk til að gera slíkt.
Efnið má finna á vefsíðunni klosettvinir.is
Hér má sjá skemmtilegt myndband frá Stundinni okkar um klósett:
Hér er myndband frá Irish Water um áhrif skólplosunar á fólk, losun út í hafnir og aðgerðir til að stöðva það. Einnig er fjallað um áhrif plasts og rusls í fráveitu á umhverfi og dýr.
Sex rútur af fitu, blautþurrkur og rusli í fráveitukerfinu í litlum bæ sem kallast Sidmouth á Englandi.
Bæði Orkuveita Reykjavíkur og Norðurorka á Akureyri hafa unnið ötullega að því að fá fólk til að hætta að setja úrgang í klósettin. Hér má sjá dæmi um auglýsingar frá þeim.