Rekstrarskoðun

Á vegum Umhverfisstofnunar hefur verið þýdd og staðfærð handbók sem ætluð er fyrir rekstrarskoðun leiksvæða, skemmtigarða og hjólabrettavalla. Handbókin er gefin út af RoSPA ( Royal Society of Prevention of Accidents) í Bretlandi.

Reglulega skoðun leiksvæða er best að gera á kerfisbundinn hátt. Skiptir þá engu hvaða venjubundið ferli er notað. Hinsvegar er mikilvægt að nota alltaf sömu aðferðina til að forðast að missa af einhverju.

Í handbókinni eru upplýsingar og gögn sem hjálpa til við kerfisbundna skoðun. Þar á meðal fjöldli gátlista. Einnig er bent á flýtileiðir fyrir skoðun algengustu leikvallatækja.

Það er von Umhverfisstofnunar að handbókin komi öllum þeim sem koma að rekstrarskoðun leiktækja að gagni.

Handbók um rekstrarskoðun á leiksvæðum