Dropsteinar eru friðlýstir sem náttúruvætti í öllum hellum landsins.
Bannað er að brjóta eða skemma á annan hátt umrætt hellaskraut. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.
Til dropsteinsmyndana teljast bæði dropsteinsdrönglar (hraunstrá), sem hanga niður úr hellisþökum og niður með hellisveggjum, svo og dropsteinar (dropsteinskerti), sem standa á hellisgólfum og syllum hellisveggja. Þessar jarðminjar eru einhverjar þær viðkvæmustu sem finnast í íslenskri náttúru og er allt rask þeirra með öllu óafturkræft.