Tilgangur:
Framkvæmd og helstu niðurstöður:
Verkefnið náði til allra söluaðila notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Umhverfisstofnun óskaði eftir skrám vegna sölu á þessum vörum á árinu 2019 þar sem fram kæmu eftirfarandi upplýsingar: vöruheiti, umbúðastærð, fjöldi seldra eða afhentra sölueininga af hverri umbúðastærð, dagsetning sölu, nafn og kennitala notendaleyfishafa, sem og nafn og kennitala fyrirtækis, ef við átti.
Eftirfarandi fyrirtæki féllu undir umfang eftirlitsins:
Á árinu 2019 voru seldar 30 notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og nam salan alls 2700 kg sem samsvarar 1145 kg af virku efni, sjá nánar í töflu 1. Af notendaleyfisskyldum útrýmingarefnum voru seldar 11 vörur og nam salan alls 9213 kg en það samsvarar 9,9 kg af virku efni, sjá nánar í töflu 2. Bent skal á að styrkur virkra efna í nagdýraeitri er mun minni en í skordýraeitri eða einungis 0,005%, og því er magn virkra efna í nagdýraeitri sem selt var mun minna en í skordýraeitri.
Tafla 1 Notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur sem seldar voru 2019
| Plöntuverndarvörur | | | ||
| Illgresiseyðir | Skordýraeyðir | Sveppaeyðir | Stýriefni | Samtals |
Fjöldi vara í sölu | 9 | 8 | 10 | 3 | 30 |
Fjöldi virkra efna | 9 | 8 | 10 | 3 | 30 |
Sala alls af vörum | 1.517 kg | 287 kg | 883 kg | 13 kg | 2.700 kg |
Sala alls (sem magn af virku efni) | 847 kg | 23 kg | 267 kg | 8 kg | 1.145 kg |
Tafla 2 Notendaleyfisskyld útrýmingarefni sem seld voru 2019
| Útrýmingarefni | | | ||
| Nagdýraeitur | Skordýraeitur | Samtals | ||
Fjöldi vara í sölu | 10 | 1 | 11 | ||
Fjöldi virkra efna | 2 | 1 | 3 | ||
Sala alls af vörum | 8.835 kg | 378 kg | 9.213 kg | ||
Sala alls (sem magn af virku efni) | 0,442 kg | 9,45 kg | 9,9 kg | ||
Eingöngu má afhenda notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og útrýmingarefni til aðila sem hafa gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun. Niðurstöður sem fást úr verkefninu sýna að af alls 121 kaupendum á notendaleyfisskyldum plöntuverndarvörum voru 118 (97%) með notendaleyfi í gildi, en 1 (1%) voru með útrunnin leyfi og 2 (2%) höfðu aldrei verið með leyfi þegar kaupin áttu sér stað. Alls voru 93 sem keyptu útrýmingarefni á árinu 2019 og þar af var 1 (1%) sem hafði aldrei verið með leyfi þegar kaupin áttu sér stað.
| Notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum fjöldi % | | Notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum fjöldi % | |
Kaupandi með leyfi í gildi | 118 | 97 % | 92 99% | |
Kaupandi með útrunnið leyfi | 1 1 % | | 0 0% | |
Kaupandi aldrei haft leyfi | 2 2 % | | 1 1% | |
Kaupendur alls | 121 | | 93 | |
Hlutfall þeirra sem voru með leyfi í gildi við kaup á notendaleyfisskyldum plöntuverndarvörum hefur aldrei verið jafn hátt eins og á árinu 2019 og eru það mjög góð tíðindi. Engu að síður gerist það ennþá að kaupendur á þessum vörum séu ekki með notendaleyfi í gildi og verður það áréttað við hlutaðeigandi fyrirtæki að þau ræki lagaskyldur sínar hvað þetta varðar.