Umhverfistofnun - Logo

Hornstrandir

Friðlandið á Hornströndum er staðsett nyrst á Vestfjörðum. Hið friðaða svæði er allt norðan Jökulfjarða, úr Hrafnfjarðarbotni og yfir í Furufjörð. Stærð svæðisins er um 600 ferkílómetrar.

Gestastofa fyrir friðlandið, Hornstrandastofa, er staðsett á Ísafirði. Þar er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem hyggjast sækja friðlandið heim og sýning um svæðið. 

Opið er alla daga yfir sumarið, en eftir samkomulagi að vetrinum.

Sjáðu þrívíddarkort af svæðinu

Hornstrandastofa
Silfurgata 1
400 Ísafirði

Sími: 665-2810

Netfang: Hornstrandastofa@umhverfisstofnun.is

Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur