06.02.2023
Námskeið - meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna
Landbúnaðarháskóli Íslands heldur námskeið um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna í febrúar 2023 og kennt verður í fjarkennslu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hyggjast nota plöntuverndarvörur eða útrýmingarefni í atvinnuskyni, annað hvort við eyðingu meindýra eða í landbúnaði eða garðyrkju, þ.m.t. garðaúðun.