03.01.2023
Eftirlit Umhverfisstofnunar með sjókvíaeldi
Í ljósi umræðu síðustu daga vekur Umhverfisstofnun athygli á því að skv. 6. gr. laga nr. 7/1998 er fiskeldi háð starfsleyfi sem Umhverfisstofnun gefur út. Starfsleyfi er í raun heimild rekstraraðila til að losa mengandi efni, upp að þeim mörkum sem rúmast innan starfsleyfisins og eru í viðeigandi lögum og reglugerðum. Við útgáfu starfsleyfanna liggur því fyrir sú vitneskja að rekstur viðkomandi fyrirtækis hefur ákveðin áhrif á það svæði sem fyrir fram hefur verið skilgreint í leyfinu.