Loftslagsdagurinn 2023 fór fram í Silfurbergi í Hörpu 4. maí sl. Þar fluttu 18 frábærir fyrirlesarar erindi um loftslagsmál á mannamáli. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra, flutti opnunarávarp.
Um 350 gestir tóku þátt í salnum og rúmlega 250 í streymi. Viðburðinum var streymt á heimasíðu ráðstefnunnar og fréttamiðlunum mbl.is og visir.is. Horfa á upptökur.
Fyrsti hluti dagskrárinnar var tileinkaður losun og þróun loftslagsmála á Íslandi, undir yfirskriftinni: Hvernig miðar okkur í átt að kolefnishlutleysi?
Nicole Keller, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, Arnór Snorrason, deildarstjóri hjá Skógræktinni og Jóhann Þórsson, fagteymisstjóri hjá Landgræðslunni fóru yfir nýjustu upplýsingar um losun Íslands í mismunandi geirum og hvernig framtíðin lítur út.
Sjá nánar: Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2050.
Arnór Snorrason, Nicole Keller og Jóhann Þórsson, fjölluðu um Losun Íslands 1990 - 2040.
Í lokin á hverri málstofu sátu fyrirlesarar fyrir svörum í pallborði. Þátttakendur sendu inn spurningar í gegnum Slido og kusu hvaða spurningar voru bornar upp fyrir pallborðið. Það mynduðust líflegar umræður í pallborðinu.
Það bárust 193 spurningar í gegnum Slido og skráningarformið og 314 notendur tóku þátt í gegnum Slido. Þrjár vinsælustu spurningarnar voru:
Sverrir Norland stýrði pallborðsumræðum um þær breytingar sem þarf að gera á samfélaginu til að ná kolefnishlutleysi.
Á dagskrá voru 18 erindi í þremur málstofum:
Erindin fjölluðu um allt frá því hvernig við breytum samfélagi, hugum að náttúrunni, verjum neytendur og tryggjum gott samspil hagkerfis og loftslagsmála.
Erindin voru flutt af sérfræðingum frá Umhverfisstofnun og eftirfarandi stofnunum: Festu, Háskóla Íslands, Landgræðslunni, Loftslagsráði, Náttúrufræðistofnun Íslands, Neytendastofu, Seðlabanka Íslands, Skógræktinni, Umhverfisstofnun Evrópu, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytinu og Utanríkisráðuneytinu.
Sverrir Norland, rithöfundur og útgefandi, flutti hugvekju um ímyndunaraflið og mikilvægi þess að þora segja nei.
Daniel Montalvo, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun Evrópu, flutti gestafyrirlestur um aftengingu hagvaxtar og umhverfisáhrifa. Í tilefni af komu hans til landsins buðu Umhverfisstofnun og Festa einnig til viðburðar þar sem Daniel fjallaði um viðfangsefnið af meiri dýpt.
Fundarstjóri Loftslagsdagsins var Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice.
Skoða dagskrá Loftslagsdagsins.
Um 350 gestir tóku þátt í Loftslagsdeginum 2023 í Silfurbergi í Hörpu.
Loftslagsdeginum barst ávarp frá Cedric P.S. Schuster, umhverfisráðherra Samoa eyja.
Í ávarpinu benti Cedric meðal annars á að þrátt fyrir að eyríkin Samoa og Ísland séu ólík tengir loftslagsvandinn þau saman. Bráðnun jökla á Íslandi hefur þau áhrif að sjávaryfirborð á Samoa hækkar.
Cedric P.S. Schuster, umhverfisráðherra Samoa eyja, ávarpaði þátttakendur.
Á opna svæðinu fyrir framan Silfurberg voru kynningarbásar frá Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Skógræktinni.
Skógræktin sýndi meðal annars nýjan skógarkolefnisreikni. Þar gátu gestir slegið upp staðsetningu á Íslandi og látið forritið meta gróflega mögulega kolefnisbindingu nýskógræktar á svæðinu.
Listaverkið The Rare Metal Age eftir Önnu Diljá Sigurðardóttur var einnig til sýnis. Verkið rannsakar mikilvægi málma og framtíðarauðlinda okkar. Það kannar áskoranir sem eru fram undan og gerir okkur kleift að skoða nánar þá náttúrulegu þætti sem móta verulegan hluta af efnisheimi okkar.
Á Íslandi eru fjölmargar stofnanir sem koma að loftslagsmálum á einn eða annan hátt. Á dagskrá Loftslagsdagins voru myndbönd frá fjórum slíkum stofnunum. Þar kom fram hvaða hlutverki þær gegna og hvaða verkefnum í loftslagsmálum þær eru að vinna að. Horfa á myndband frá:
Markmið Loftslagsdagsins er að fjalla um loftslagsmál á mannamáli þannig að sem flestir geti tileinkað sér umræðuna. Við undirbúning var lögð sérstök áhersla á einfalda orðræðu og samræmd skilaboð. Það skilar sér vonandi í aukinni vitund almennings um loftslagsmál og helstu aðgerðir.
Loftslagsdagurinn hefur skipað sig í sessi sem einn stærsti viðburður um loftslagsmál á Íslandi. Loftslagsdagurinn er kominn til að vera!
Tengt efni