Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir

Aðeins þeir innflytjendur sem úthlutað hefur verið innflutningsheimildum skv. reglugerð 1066/2019 mega flytja inn vetnisflúorkolefni (HFC).
Ábyrgðin liggur hjá rekstraraðila kerfanna eða eiganda ef rekstraraðili er ekki fyrir hendi.
Rekstraraðili er sá einstaklingur eða lögaðili sem ber raunverulega, tæknilega ábyrgð á búnaði/kerfum.
Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir (F-gös) eru manngerð efni sem framleidd eru til ýmissa nota í iðnaði. Mörg þeirra hafa afar háan hnatthlýnunarmátt (GWP) og eru því efnin virkar gróðurhúsalofttegundir og stuðla að hlýnun jarðar.

Þegar ljóst varð að svokölluð klórflúorkolefni (CFC) og vetnisklórflúorkolefni (HCFC) sköðuðu ósonlagið í heiðhvolfinu var þeim efnum víða skipt út fyrir F-gös, til dæmis í kælikerfum. Það var þó ljóst frá upphafi að finna þyrfti umhverfisvænni lausnir til að nota til frambúðar.
Margar og veigamiklar breytingar urðu á reglum um F-gös í lok árs 2018. Þær eru of margar til að tíunda í þessu svari en sem dæmi má nefna:
- Kvóti á markaðssetningu vetnisflúorkolefna (HFC) (sjá nánar í svörum við öðrum spurningum)
- Nýjar takmarkanir á notkun (t.a.m. verður bannað að nota nýja miðla með GWP > 2500 til að þjónusta kerfi sem innihalda F-gös sem nema 40 tonnum koldíoxíðjafngilda eða meira frá 2020)
- Kælar og frystar til atvinnunota sem innihalda HFC-efni með háan hnatthlýnunarmátt eru bannaðir í áföngum
Innflytjendur og söluaðilar skulu halda skrá yfir allan innflutning og sölu flúoraðra gróðurhúsalofttegunda og vara sem innihalda slíkar lofttegundir hér á landi.
Innflytjendur og söluaðilar skulu senda upplýsingar um innflutning og sölu hér á landi fyrir undan­gengið almanaksár til Umhverfisstofnunar fyrir 1. mars ár hvert.
Úthlutun innflutningsheimilda fyrir vetnisflúorkolefni (HFC) er með tvennum hætti sem hér segir:
- 89% heimilda er úthlutað til aðila sem verið hafa á markaðnum árin á undan.
- 11% heimilda er úthlutað til aðila sem sótt hafa um heimildir skv. 2. eða 3. mgr. 10. gr. í reglugerð nr. 1066/2019.

Dæmi 1:
Fyrirtæki A flutti inn vetnisflúorkolefni árin 2016 og 2018. Á þeim forsendum fær fyrirtækið innflutningsheimildir úr 89%-pottinum fyrir árið 2020 í samræmi við markaðshlutdeild á árunum 2016-2018. Að auki getur fyrirtækið sótt um viðbótarmagn úr 11%-pottinum skv. 3. mgr. 10. gr. í reglugerð nr. 1066/2019.

Dæmi 2:
Fyrirtæki B flutti ekki inn vetnisflúorkolefni á árabilinu 2016-2018. Fyrirtækið fær því engar heimildir úr 89%-pottinum fyrir árið 2020, en getur sótt um að fá heimildir úr 11%-pottinum skv. 2. mgr. 10. gr. í reglugerð nr. 1066/2019.
Hnatthlýnunarmáttur er geta gróðurhúsalofttegundar til að valda loftslagshlýnun saman­borið við mátt koldíoxíðs. Hnatthlýnunarmáttur efnis er reiknaður sem hlýnunarmáttur tiltekins massa af viðkomandi efni í 100 ár sem hlutfall af hlýnunarmætti sama massa af koldíoxíði á sama tíma.

Koldíoxíðjafngildi er mælikvarði á magn gróðurhúsalofttegunda. Koldíoxíðjafngildi reiknast sem margfeldið af massa gróður­húsalofttegundanna og hnatthlýnunarmáttar þeirra. Mælieining koldíoxíðjafngildis er háð mæli­einingu massa gróðurhúsalofttegundanna sem notuð er við útreikninginn.
Enn sem komið er fara skil á innflutningsgögnum fram með tölvupósti (eða bréfpósti). Innsendar upplýsingar skulu skýra með sannanlegum hætti frá magni og gerð allra innfluttra efna sem heyra undir reglugerð um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.
Nei, ekki nákvæmlega. Á Íslandi gilda aðrar reglur um framleiðslu og innflutning vetnisflúorkolefna en í ESB. Sjá nánar hér að neðan.

Reglur um F-gös á Íslandi eru að flestu leyti mjög sambærilegar þeim sem gilda í ESB. Í reglugerð nr. 1066/2019 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eru innleidd ákvæði reglugerðar (ESB) nr. 517/2014. Þetta þýðir til að mynda að reglur um notkun efnanna, lekaeftirlit með kerfum og bönn við markaðssetningu eru þær sömu á Íslandi og í ríkjum ESB.

Ákveðnar greinar Evrópugerðarinnar eru ekki innleiddar hér á landi, en það eru greinar sem snúa að kvótasetningu á framleiðslu og innflutning vetnisflúorkolefna. Af tæknilegum ástæðum eru ákvæði um kvótasetningu landsbundin á Íslandi og ákvæði ESB því ekki innleidd hér. Nánar er rætt um kvótasetninguna og innflutning vetnisflúorkolefna í öðrum spurningum og svörum.
F-gösum og búnaði sem inniheldur þau skal skilað til viðurkenndra móttökuaðila sem sjá um að umhverfisskaðlegum efnum sé komið í réttan farveg. Ef um er að ræða staðbundið kerfi þarf að fá þar til hæft starfsfólk frá þjónustuaðila kerfisins til þess að fjarlæga allan miðil af kerfinu áður en kælirásin er rofin.
Kæli- og frystiskápar, frystikistur og annar sambærilegur búnaður getur innihaldið flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni í kælirásum sínum. Því er mikilvægt að kælirásin rofni ekki, t.a.m. við flutninga.

Kælibúnaði á að skila til virðukennds móttökuaðila en ekki í gám fyrir brotajárn heldur sem heimilis-/raftæki (nákvæm flokkun getur verið háð viðkomandi móttökuaðila). Móttökuaðilinn mun sjá til þess að umhverfisskaðleg efni í kælirás tækjanna séu fjarlægð áður en tækinu sjálfu er fargað.