Fyrir 1. janúar 2022 þarf eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt fyrir endurnýjun á notendaleyfi:
- Að umsækjandi hafi lokið námi eða námskeiði þar sem fjallað er um meðferð plöntuverndarvara, svo og um lög og reglur sem á því sviði gilda. Umsækjandi skal hafa staðist próf sem sýnir fram á viðhald þekkingar hans.
- Að Vinnueftirlitið hafi staðfest að umsækjandi hafi yfir að ráða aðstöðu og búnað sem staðist hefur skoðun og er nauðsynlegur til þess að tryggja örugga og rétta meðferð á þeim vörum sem sótt er um.
Sótt er um endurnýjun á notendaleyfi í gegnum
Þjónustugátt – Mínar síður á heimasíðu Umhverfisstofnunar.