Þann 1. Janúar 2016 tóku gildi nýjar verklagsreglur hafa tekið gildi vegna ráðstöfunar tekna af sölu veiðikorta. Helstu breytingar eru þær að aukin áhersla verður lögð á að vinna að viðvarandi verkefnum á sviði veiðistjórnunar og sjálfbærra veiða, s.s. vöktunar veiðistofna auk smærri skilgreindra verkefna í þágu veiðistjórnunar. Einnig er sú nýjung að sett er á fót sérstök ráðgefandi nefnd, Samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar.
Umhverfisstofnun starfrækir samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar sem er skipuð til þriggja ára og í henni skal vera einn fulltrúi frá Bændasamtökum Íslands, einn fulltrúi frá SKOTVÍS, einn fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði náttúruverndar, einn fulltrúi Náttúrufræðistofnunar Íslands og tveir fulltrúar sem Umhverfisstofnun tilnefnir og skal annar þeirra vera formaður.
Samráðsnefndina skipa eftirfarandi aðilar: