Reglugerðin gildir um atvinnurekstur sem tiltekinn er í viðauka reglugerðar nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur. Athugið að ef starfsemin er bæði starfsleyfisskyld og skráningarskyld þá vegur starfsleyfisskyldan þyngra en skráningin og aðeins þarf að sækja um starfsleyfi.
Atvinnureksturinn sem fellur undir viðaukann er eftirfarandi:
- Almenningssalerni.
- Bifreiða- og vélaverkstæði.
- Bifreiðasprautun.
- Bón- og bílaþvottastöð.
- Dýrasnyrtistofa.
- Dýraspítali.
- Efnalaug.
- Flugeldasýningar.
- Flutningur úrgangs, annar en flutningu úrgangs á milli landa og flutningur spilliefna.
- Framköllun, t.d. á ljós-, röntgen- og kvikmyndum.
- Framleiðsla á aukefnum og hjálparefnum fyrir matvælaiðnað.
- Framleiðsla á áfengi, gosdrykkjum og vatni.
- Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum.
- Framleiðsla á olíu og feiti.
- Framleiðsla glers, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Framleiðsla leirvara með brennslu, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Framleiðsla plasts, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Hársnyrtistofa.
- Hestahald.
- Kaffivinnsla.
- Kanínurækt.
- Kartöfluvinnsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Kjötvinnsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Kírópraktor.
- Lauksteikingarverksmiðja.
- Leðurvinnsla, önnur en í viðauka I og II með lögum nr. 7/1998.
- Meðhöndlun, blöndun og mölun á korni, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Meindýravarnir.
- Mjólkurbú og ostagerð, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Niðurrif mannvirkja, m.a. þar sem er asbest.
- Nuddstofa.
- Pappírsvöru- og pappakassaframleiðsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Prentun, þar sem er notkun á mengandi efnum.
- Ryðvarnarverkstæði.
- Sjúkraþjálfarar.
- Sólbaðsstofa.
- Starfsemi þar sem notað er kælikerfi sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni sem og þjónusta við þau kerfi.
- Starfsmannabústaðir.
- Steypustöð.
- Steypueiningaverksmiðja.
- Tannlæknastofa.
- Trésmíðaverkstæði, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Vefnaðar- og spunaverksmiðja.
- Vinnsla á hrájárni eða stáli, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Vinnsla fisks og annarra sjávarafurða, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Vinnsla gúmmís.
- Vinnsla málma, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.