Í markaðssetningu felst að bjóða vöru fram á markaði, hvort heldur er gegn greiðslu eða án endurgjalds. Innflutningur telst vera markaðssetning.
Um skyldur þeirra sem markaðssetja notendaleyfisskyldar vörur segir í reglugerð nr. 677/20121 um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna :
Tilgreindur ábyrgðaraðili skal hafa lokið námi eða námskeiði sem Umhverfisstofnun metur gilt og staðist próf sem sýnir fram á þekkingu hans. Landbúnaðarháskóli Íslands sér um að halda námskeið fyrir ábyrgðarmenn, nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans: www.lbhi.is/endurmenntun.