Losunarstuðlar

Hér má nálgast nýjustu uppfærslu losunarstuðla frá því í janúar 2024 og helstu upplýsingar um þá.

Umhverfisstofnun leggur fram leiðbeiningar um hvaða losunarstuðla ætti að nota til að reikna út losun frá helstu uppsprettum gróðurhúsalofttegunda í rekstri fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Markmiðið er að aðstoða við samantekt losunargagna og að gögnin séu í samræmi við Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda, sem íslensk stjórnvöld taka saman og skila til til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). 

Losunarstuðull er stuðull sem notaður er til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda með því að margfalda hann við viðeigandi grunngögn. T.a.m. er unnt að reikna út magn gróðurhúsalofttegunda sem losna við bruna eldsneytis með því að margfalda losunarstuðul fyrir brennt eldsneyti við magn þess eldsneytis sem notað var.

Athugið að þeir losunarstuðlar sem birtir eru í þessu skjali eru ekki byggðir á lífsferlisgreiningum heldur sýna þeir beina, staðbundna losun sem á sér stað í hverjum flokki fyrir sig, á Íslandi. Til dæmis tekur losunarstuðull vegna urðunar úrgangs til beinnar metanlosunar frá urðunarstöðum en ekki til losunar vegna flutnings á úrganginum. Einnig má nefna að losunarstuðlar vegna bruna á eldsneyti taka hvorki til framleiðslu á eldsneytinu, flutningi þess né framleiðslu og förgun á farartækinu.
Skjalið verður uppfært eftir því sem þörf er á. Hafið samband við ust@ust.is fyrir ábendingar og nánari upplýsingar. 

 

Nýjasta og eldri útgáfur:

6. útgáfa 2024

5. útgáfa 2022

4. útgáfa 2021

3. útgáfa 2020

2. útgáfa 2020