Markaðsleyfi

Eftir að virka efnið í sæfivöru hefur staðist áhættumat fyrir ákveðinn vöruflokk þarf að sækja um markaðsleyfi fyrir vörur í þeim vöruflokki sem innihalda virka efnið. Í þeim tilfellum sem sæfivaran er flutt inn frá landi innan EES svæðisins, og varan hefur þegar fengið markaðsleyfi þar (landsbundið leyfi) þarf að sækja um gagnkvæma viðurkenningu á það leyfi til að mega markaðsetja vöruna hér á landi.

 Ef sæfivaran er flutt beint inn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að sækja um landsbundið leyfi á Íslandi, nema ef varan er þegar með landsbundið leyfi í Evrópu sem þá hægt er að sækja um gagnkvæma viðurkenningu fyrir. 

Umhverfisstofnun gefur út markaðsleyfi fyrir sæfivörur. Gjöld stofnunarinnar fyrir þá vinnu má sjá í gjaldskrá stofnunarinnar.