Ósóneyðandi efni

Ósoneyðandi efni eru manngerð efni sem valda rýrnun á ósonlaginu í heiðhvolfinu sem verndar jörðina fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólar. Markmiðið með reglusetningu um þessi efni er því að vernda ósonlagið með því að sjá til þess að framleiðslu, innflutningi, markaðsetningu og notkun ósoneyðandi efna verði hætt og að notkun þeirra verði bönnuð nema í undantekningartilvikum þar sem engin önnur efni eða aðferðir geta komið í staðinn.