Ástand náttúruverndarsvæða

Til að meta ástand náttúruverndarsvæða hefur Umhverfisstofnun frá árinu 2017 horft sérstaklega til ástands fjölsóttra áfangastaða. Fjölgun gesta á friðlýst svæði á Íslandi hefur haldist í hendur við þá fjölgun ferðamanna sem sækja Ísland heim. Álag á áfangastaði hefur aukist og hefur í mörgum tilfellum verið nauðsynlegt að fara út í mikla innviðauppbyggingu til verndar viðkvæmri náttúru. Til að fylgjast með ástandi áfangastaðanna var farið í að hanna verkfæri sem gerir okkur kleyft að fylgjast með breytingum á ástandi hvers áfangastaðar fyrir sig og meta hvaða áfangastaðir eru í hættu á að skemmast komi ekki til framkvæmda eða skipulagsbreytinga.