Merkingar

Á merkingum umbúða þvotta- og hreinsiefna, skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku (sjá nánar í VII. viðauka reglugerðar EB nr. 648/2004): 
  • Vöruheiti 
  • Fullt heimilisfang og símanúmer ábyrgðarðila markaðssetningar vöru. 
  • Heimilisfang, netfang og símanúmer þar sem hægt er að nálgast gagnablað um innihaldsefni. 
  • Innihaldsefni: 
    • Nota skal eftirfarandi þyngdarhlutföll til að tilgreina magn innihaldsefna talin upp í VII. viðauka
      ef þeim er bætt við í styrk yfir 0,2% miðað við þyngd: <5%, ≥5% - <15%, ≥15% - <30% og ≥30%. 
    • Skylda er að telja upp efni úr eftirfarandi flokkum ef þau er í þvottaefni þrátt fyrir að styrkurinn sé undir 0,2%: Ensím, sótthreinsiefni. ljósvirk bleikiefni, ilmefni og rotvarnarefni. 
    • Ef ofnæmisvalandi anganefnum er bætt við í styrk yfir 0,01 % miðað við þyngd skal tilgreina þau á umbúðum með INCI heitum
      (samkvæmt nafnakerfi í tilskipun 76/768/EBE). Sjá lista (sjá pdf skjal) ESB yfir 26 slík efni. 
    • Gefa skal upp vefsetur þar sem nálgast má gagnablað yfir innihaldsefni. 
  • Leiðbeiningar um notkun og sérstakar varúðarráðstafanir ef þörf krefur. 
  • Skammtastærðir:
    • Gefa skal upp hve stóran skammt í ml eða gr skal nota miðað við staðalþvott í þvottavél fyrir þrenns konar hörku vatns, mjúkt, meðalhart og hart, og eina eða tvær þvottalotur. Allt neysluvatn á Íslandi er mjúkt, þ.e.a.s. í lægsta hörkuflokki.
    • Gefa skal upp fjölda þvottaskammta í pakka miðað við meðalhart vatn fyrir mjög óhreinan þvott, miðlungs óhreinan og lítt óhreinan þvott. 
    • Rúmmál skammtamáls skal koma fram í ml eða gr, ef það fylgir með, og merkja skal við skammtinn sem hæfir staðalþvotti í þvottavél fyrir mjúkt, meðalhart og hart vatn.

Athuga ber jafnframt að ef þvotta- og hreinsiefni innihalda efni sem flokkast hættuleg samkvæmt reglugerð nr. 415/2014 (CLP) sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1272/2008 hér á landi, þá gilda jafnframt ákvæði hennar, þ.m.t. að hættumerkingar skuli vera á íslensku.