Eftirlit með skráningu íslenskra snyrtivöruframleiðenda í Evrópugrunn (vefgátt CPNP) árið 2014

Tilgangur og markmið:

  • Að tryggja að allir íslenskir snyrtivöruframleiðendur skrái/tilkynni vörur sínar inn í snyrtivöruvefgátt ESB, svonefnda CPNP vefgátt.
  • Að stuðla að því að framleiddar séu öruggar snyrtivörur hér á landi og að framleiðendur uppfylli skyldur sínar skv. gildandi reglugerðum.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Við val á fyrirtækjum í verkefnið var lögð áhersla á þau sem talin eru hafa mest ítök á markaði, þá helst þau sem selja vörur í fríhöfninni í Leifsstöð, apótekum, heilsuvöruverslunum og/eða stórmörkuðum. Hér fyrir neðan er listi yfir fyrirtækin og eru þau alls 23.

Eftirfarandi fyrirtæki framleiða snyrtivörur:

  • Andrá heildverslun ehf.
  • Andrea Maack Parfums
  • Ankra ehf.
  • Anna Rósa grasalæknir ehf.
  • Blue lagoon ehf.
  • Gamla apótekið ehf.
  • Gyðja collection ehf.
  • Heiðar Jónsson/Ilmurinn ehf.
  • Kolbrún grasalæknir ehf.
  • Jurtastofa Sólheima ehf.
  • Kerecis ehf.
  • Marinox ehf.
  • Mjöll frigg hf.
  • PharmArctica ehf.
  • Purity herbs Organics ehf.
  • 64° Reykjavik ehf.
  • Sif Cosmetics ehf.
  • Sóley Organics ehf.
  • Tandur hf. og True Viking
  • Urðarköttur ehf.
  • Urtasmiðjan ehf.
  • Villimey slf.
  • Zymetech ehf

Í ljós kom að rúmlega helmingur fyrirtækjanna, eða 52%, höfðu skráð snyrtivörur í vefgáttina. Úrbóta var þörf á skráningum 58% þeirra og var algengast að geymsluþol snyrtivöru kæmi ekki fram á myndum/merkingum.

Tæplega helmingur framleiðenda, eða 47,8%, höfðu ekki skráð sínar vörur í vefgáttina. Oftast var ástæðan sú að ekki var vitneskja um þessa kröfu innan fyrirtækisins. Þó voru dæmi um að fyrirtæki væri upplýst um þetta en ekki haft tök á því eða látið verða að því að skrá vörurnar.

Þau fyrirtæki sem þurftu að bæta skráningar hafa í langflestum tilfellum lokið úrbótum. Fyrirtækin sem ekki höfðu skráð vörur sínar í vefgáttina hafa upplýst Umhverfsstofnun um að þau muni klára skráningar á næstu mánuðum eða fyrir árslok 2015.