Markaðssetning sæfivara - vegvísir

Sæfivörur eru vörur sem notaðar eru til þess að drepa eða fæla frá óæskilegar lífverur, s.s. bakteríur, myglu, sveppi, nagdýr eða skordýr. Almennt gildir um sæfivörur að þær þurfa að hafa markaðsleyfi til að vera löglegar á markaði. Í ákveðnum tilfellum geta þó vörur verið á markaði án sérstaks markaðsleyfis ef virk innihaldsefni eru enn í mati.

Vegvísinum hér að neðan er ætlað að auðvelda framleiðendum og innflytjendum á Íslandi að meta hvernig þeir standa gagnvart regluverki um sæfivörur.