2008

Fimmtudaginn 8. maí 2008 var ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn að Hótel Héraði á Egilsstöðum, í boði Fljótsdalshéraðs.

Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir setti fundinn, en í kjölfarið voru flutt ýmis erindi er tengdust yfirskrift fundarins sem var „Friðlýst svæði tákn eða tækifæri“.

Í lok fundarins var farið í skoðunarferð að Vallanesi á Norður–Völlum, þar sem m.a. fer fram lífræn ræktun garðávaxta og grænmetis og síðan skoðað trjásafnið í Hallormsstaðaskógi. Sameiginlegur kvöldverður var að lokum í Gistihúsinu Egilsstöðum.

Hér fyrir neðan má nálgast ávarp umhverfisráðherra og nokkra af fyrirlestrum fundarins: