Dynjandi er í botni Arnarfjarðar innan landamerkja Ísafjarðabæjar. Mörk náttúruvættisins eru frá odda Meðalness upp í fjallseggjar og með fjallsbrúnum umhverfis voginn og Dynjandisdal allt að mörkum jarðarinnar Dynjanda í Urðarhlíð og með þeim til sjávar.
Stærð náttúruvættisins er 644,9 ha.
Reglur
- Gangið vel um svæðið og náttúru þess
- Notið ávallt göngustíga til að lágmarka álag á gróður og dýralíf
- Skiljið ekkert eftir og takið allt sorp með ykkur af svæðinu
- Hafið gæludýr ávallt í bandi og fjarlægið úrgang frá þeim
- Næturgisting er óheimil innan hins friðlýsta svæðis. Undanskildir banni eru gestir sem koma gangandi eða á reiðhjólum að svæðinu og mega tjalda til einnar nætur.
- Meðferð elds er óheimil á svæðinu. Ef til stendur að hita upp mat skal notast við þar til gerða steinhleðslu á flötinni milli bílastæða og þjónstuhúsa.
- Drónaflug er háð leyfi Umhverfisstofnunar á tímabilinu 1. maí - 15. september en er ekki leyfisskylt utan þess tíma.
- Allt jarðrask og mannvirkjagerð er háð leyfi Umhverfisstofnunar
- Akstur er óheimill utan vega
- Veiði í Dynjandisá er óheimil