Góð ráð um losun ferðasalerna
Úrgangur frá ferðasalernum inniheldur bakteríur og efni sem geta verið skaðleg heilsu og umhverfi.
- Einungis má losa salernisúrgang á sérstökum losunarstöðum.
- Aldrei nota ferskvatnsslöngu til að skola ferðasalerni eða niðurfall.
- Notum hanska eða spritt á hendur til að koma í veg fyrir bakteríusmit.
- Ferðasalerni eru eingöngu fyrir piss, kúk og klósettpappír. Mikilvægt er að nota eingöngu klósettpappír sem er ætlaður ferðasalernum.
- Notum vistvæn og lífbrjótanleg hreinsiefni. Forðumst að nota klór eða hreinsiefni sem innihalda formaldehýð eða fosfat.
- Ef hægt er, losum eldhús- og sturtuvatn í annan farveg en rotþró eða safntank ætluðum salernisúrgangi.