Umsóknir um undanþágu frá banni við innflutningi ósoneyðandi efna má senda á Umhverfisstofnun (
ust@ust.is). Athugið að eftirfarandi skal koma skýrt fram í slíkri umsókn:
- Heiti efnis sem sótt er um undanþágu fyrir.
- Magn efnis sem sótt erum undanþágu fyrir.
- Fyrirhugaða notkun efnisins sem um ræðir.
- Kennitala þess sem sækir um undanþáguna.
- Skýr vísun í undanþáguákvæði
reglugerðar (EB) 1005/2009 sem umsóknin byggir á.
ATHUGIÐ: Undanþágur eru ekki veittar nema að skýr heimild til undanþágu sé fyrir hendi í III. kafla
reglugerðar (EB) nr. 1005/2009. Veittar undanþágur geta verið háðar ströngum skilyrðum.