R4BP3

R4BP3 (e. Register for Biocidal Products)  er miðlægur hugbúnaður þar sem haldið er utan um allar umsóknir og úrvinnslu markaðsleyfa fyrir sæfivörur. Bæði umsækjendur og lögbær yfirvöld þurfa að hafa aðgang að R4BP3 svo hægt sé að vinna úr umsóknum.. R4BP3-hugbúnaðurinn er hannaður af Efnastofnun Evrópu sem einnig sér um viðhald og öryggismál. Í gegnum R4BP3 geta fyrirtæki t.d. 

  • Sent inn umsóknir um markaðsleyfi 
  • Yfirfarið gögn
  • Sótt skjöl, eins og reikninga og fleira. 
  • Séð stöðu á umsóknum og borgað reikninga 
  • Séð endanlega ákvörðun fyrir umsóknina. 

Leiðbeiningar fyrir R4BP3 frá ECHA

Þegar fyrirtæki sækir um markaðsleyfi fyrir sæfivöru þarf það að útbúa IUCLID skrá með upplýsingum um sæfivöruna og senda inn í R4BP3 svo lögbært yfirvald viðkomandi ríkis og Efnastofnun Evrópu geti nálgast upplýsingarnar. Hægt er að vista gögn í IUCLID og geyma sem skrá sem svo er flutt í R4BP3 þegar IUCLID-skráin er tilbúin. IUCLID er notað til að senda inn, uppfæra og skiptast á gögnum um efni, samsetningu, örverur – og þar með talið virk efni og sæfivörur.

Leiðbeiningar um hvernig nota á IUCLID fyrir umsóknir um markaðsleyfi 

REACH-IT

REACH-IT er vefgátt Efnastofnunar Evrópu sem sett var útbúin við innleiðingu á REACH reglugerðinni til að mæta þeim kröfum sem henni fylgja. Þau fyrirtæki sem ætla að senda inn gögn í R4BP3 þurfa fyrst að búa til og breyta notendasvæði (user profile) fyrir sig. Þ.a.l. er það fyrsta sem gera skal áður en unnið er í R4BP3 er að setja upp notendasvæði í REACH-IT.

Leiðbeiningar frá ECHA varðandi REACH IT