Óbeinar gróðurhúsalofttegundir (SOx, NOx, NH3, NMVOC og CO), sem stuðla að hnattrænni hlýnun, eru metnar í losunarbókhaldi Umhverfisstofnunar. Þær hafa áhrif á myndun og líftíma gróðurhúsalofttegunda ásamt því að hafa áhrif á eiginleika andrúmsloftsins. Einnig hafa forefnin skaðleg áhrif á heilsu fólks. Helstu uppsprettur þeirra eru jarðvarmavirkjanir (SOx – oxun af H2S), fiskiskip (NOx), landbúnaður (NH3), meðhöndlun húsdýraáburðar og notkun leysiefna (NMVOC) og álframleiðsla (CO).
Að auki eru í losunarbókhaldinu svifryk (PM2,5, PM10 og TSP) sem kemur aðallega frá iðnaði, vegasamgöngum, fiskiskipum og mannvirkjagerð og sót (BC) sem kemur mestmegnis frá vegasamgöngum. Svifryk og sót hafa áhrif á hlýnun jarðar og skaðleg áhrif á heilsu fólks.
Bókhald Umhverfisstofnunar heldur utan um eftirfarandi efni
Losun brennisteinsoxíða (SOx) er að mestu frá jarðvarmavirkjunum (oxun af H2S). Engin brennisteinslosun er frá landbúnaði. Losun á SOx á Íslandi er fyrst og fremst frá eftirfarandi uppsprettum:
Við eldsneytisbruna myndast köfnunarefnismónoxíð (NO) þegar köfnunarefni og súrefni hvarfast saman við hátt hitastig. Í andrúmsloftinu oxast svo köfnunarefnismónoxíð yfir í köfnunarefnisdíoxíð (NO2). Dregið hefur úr losun á NOx frá 1990. Losun á NOx á Íslandi stafar fyrst og fremst af eftirfarandi uppsprettum:
Ammóníaklosun er að mestu frá landbúnaði og hefur haldist svipuð undanfarna áratugi. Helsta ástæða breytileika er breyting á húsdýrafjölda. Losun NH3 á Íslandi er fyrst og fremst frá eftirfarandi uppsprettum:
Samdrátt á losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda (NMVOC, Non-methane volatile organic compounds) á Íslandi má að mestu skýra með minni losun frá vegasamgöngum. Losun NMVOC á Íslandi er fyrst og fremst frá eftirfarandi uppsprettum:
Svifryk skiptist í þrennt eftir stærð, óháð efnasamsetningu. TSP (agnir innan við 50-100 µm í þvermál), PM10 (agnir innan við 10 µm í þvermál) og PM2,5 (agnir innan við 2,5 µm í þvermál). Allt PM2,5 er innan PM10 og allt PM10 er innan TSP. Eldgos losa mikið af svifryki en eru ekki talin með hér þar sem sú losun stafar ekki af mannavöldum. Losun svifryks á Íslandi er fyrst og fremst frá eftirfarandi uppsprettum:
Megnið af sótlosun (BC) er vegna vegasamgangna, véla og tækja. Heildarlosun á sóti hefur minnkað frá árinu 1990, að miklu leyti vegna samdráttar í eldsneytisnotkun og betri mengunarvarnarbúnaðar. Engin sótlosun er frá landbúnaði. Frekari upplýsingar um sót má nálgast í skýrslum vinnuhóps Norðurskautsráðsins um sót og metan. Losun sóts á Íslandi er fyrst og fremst frá eftirfarandi uppsprettum: