Upplýsingatæknistefna

Photo by Adi Goldstein on Unsplash
Stefna Umhverfisstofnunar í upplýsingatæknimálum er að stofnunin hafi yfir búnaði og þekkingu að ráða til að geta veitt viðskiptavinum góða þjónustu. Öryggi upplýsinga er mikilvægt. Stefnt er að einsleitu umhverfi til að minnka kostnað, auka skilvirkni og einfalda rekstur kerfa. Gögn skulu vera aðgengileg í gagnagrunnum. Stefnt er að aukinni samvinnu við aðrar stofnanir í gagnagrunnsmálum.