Umhverfistofnun - Logo

Rjúpa

Rjúpnaveiðar

Rjúpan er eftirsótt veiðibráð og hefur verið nýtt allt frá landnámi. Fyrst til sjálfsþurftar, til tekjuöflunar frá miðri 19. öld, en síðustu ár eingöngu til sportveiða. Öll viðskipti með rjúpur og rjúpnaafurðir hafa verið bönnuð frá 2005. Upplýsingar eru til um rjúpnaveiði. Veiðimenn hafa skilað inn skýrslum til Umhverfisstofnunar frá 1998, mesti afli á þessum tíma var fyrsta árið eða 160.000 fuglar. Mun meira var veitt sum ár á fyrri hluta 20. aldar og til dæmis voru um milljón rjúpur fluttar úr landi á árunum 1924-1927 eða um 250.000 fuglar á ári. Rjúpnaveiðar eru hluti af menningu þjóðarinnar, bæði veiðin sem slík og ekki síður meðhöndlun og neysla aflans. Fyrir marga er rjúpnasteik og ilmur tengdur slíkri matreiðslu ómissandi hluti jólahátíðarinnar.

Verndun

Rjúpa er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Samkvæmt reglugerð 800/2019 er heimilt að veiða rjúpu í alls 22 daga í október og nóvember.

Nánari upplýsingar um rjúpur má finna á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.