Leiðbeiningar

Útreikningar á magni skólps frá þéttbýlum- fjöldi persónueininga

Umhverfisstofnun hefur látið gera útreikniskjal fyrir persónueiningar sem ætlað er að auðvelda og samræma aðferðir við útreikninga á fjölda persónueininga fyrir þéttbýli.

Minnisblað um útreikning á skólpmagni frá þéttbýli

Útreikniskjal fyrir skólpmagn í þéttbýli framsett í persónueiningum

Eftirfarandi uppsprettur skólps skal telja með í útreikningum á skólpmagni í þéttbýli:

  • Allt skólp frá íbúum og fólki sem ekki býr á staðnum og mögulegar árstíðabundnar breytingar. 
  • Allt skólp (húsaskólp og iðnaðarskólp) innan þéttbýlis sem losar í fráveitu sveitarfélags. 
  • Allt skólp (húsaskólp og iðnaðarskólp) innan þéttbýlis sem ekki er tengt fráveitukerfi en ætti að vera það , t.d. sumarbústaðir, gistiheimili, einstök ótengd hús.
  • Skólp frá iðnaði skv. III. viðauka í reglugerð nr. 798/1999, sem hefur eigin útrás og fráveitukerfi, skal ekki telja með í skólpmagni þéttbýlis nema þar sem viðtaki hefur verið skilgreindur sem viðkvæmur.

Skilgreining síður viðkvæmra svæða

Sveitarfélög sem losa skólp í sjó og ármynni geta óskað eftir því að fá viðtakann skilgreindan sem síður viðkvæman að undangengnum rannsóknum á hæfni viðtakans við að taka við og dreifa skólpi og vöktun á áhrifum skólps á fjögurra ára fresti.

Aðrar leiðbeiningar