Inngangur
Verkefni þetta nær til uppkveikivökva fyrir grill sem eru á markaði hér á landi og skylt er að merkja vegna þess að þeir innihalda hættuleg efni. Um merkingar á vörum sem innihalda hættuleg efni gildir reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablanda, en hún innleiðir hér á landi reglugerð (EB) nr. 1272/2008 sama efnis. Gerð er krafa um að merkingar vara sem heyra undir reglugerðina séu á íslensku. Jafnframt er gerð krafa um barnheld öryggislok og áþreifanlega viðvörun á umbúðum þessara vara ef þær eru ætlaðar eru til almennra nota.
Tilgangur
Framkvæmd
Í lok maí 2019 var farið í eftirlit til 7 birgja sem samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar eru að markaðssetja uppkveikivökva, eða á staði þar sem vörur þeirra voru í boði. Í eftirlitinu voru skoðaður alls 9 vörur og athugað hvort fylgt væri ákvæðum ofangreindra reglugerða varðandi merkingar þeirra og umbúðir.
Niðurstöður
Til þess að fá mynd af alvarleika frávikanna voru þau flokkuð í þrjú stig eins og sýnt er í 1. töflu, þar sem 1. stig er minnst alvarlegt og 3. stig mest alvarlegt. Ef frávik við merkingar telst vera á 1. stigi þarf að senda Umhverfissstofnun tillögu að fullnægjandi úrbótum en ekki þarf að endurmerkja vörur sem þegar eru komnar í sölu. Við frávik á 2. stigi þarf líka að senda Umhverfisstofnun tillögu að fullnægjandi úrbótum og auk þess að endurmerkja allar vörur sem þegar eru í sölu í samræmi við þær. Falli frávik undir 3. stig krefst Umhverfisstofnun tímabundinnar stöðvunar á markaðssetningu vörunnar sem um ræðir, þar til úrbætur hafa átt sér stað.
Engar af þeim vörum sem skoðaðar voru reyndust vera með öllu frávikalausar en frávikin voru misalvarlegs eðlis.
Í 2. töflu má sjá undir hvaða alvarleikastig vörur hjá hverjum og einum birgjanna í eftirlitinu lentu, en 5 vörur (56%) féllu undir 3. stig, 1 vara (11%) undir 2.stig og 3 vörur (33%) undir 1. stig. Í samræmi við flokkun frávika greip Umhverfisstofnun til þess úrræðis að stöðva markaðssetningu á 5 vörum tímabundið, þar til búið væri að gera fullnægjandi úrbætur á merkingum.
Birgjarnir brugðust allir vel við kröfum Umhverfisstofnunar um úrbætur og urðu við þeim á fullnægjandi hátt.