Umhverfistofnun - Logo

Hlutverk og verkefni

Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 90/2002 um Umhverfisstofnun, en hlutverk hennar er einnig markað af fjölda annarra laga. Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Verkefni Umhverfisstofnunar

 • Eftirlit og leyfisveitingar
 • Umsjón og rekstur friðlýstra svæða og þjóðgarðs
 • Samræmingarhlutverk vegna heilbrigðis- og mengunarmála
 • Söfnun og miðlun upplýsinga um ástand umhverfisins og umhverfismál
 • Umsjón með umhverfishluta EES- samningsins
 • Gerð reglugerða
 • Leiðbeiningar til annarra opinberra aðila s.s. sveitarfélaga og fyrirtækja
 • Umsagnir vegna m.a. mats á umhverfisáhrifum og skipulags
 • Friðlýsing nýrra svæða í samræmi við Náttúruverndaráætlun
 • Umsagnir um kærumál
 • Önnur störf samkvæmt sérstökum samningum eða samkvæmt ákvörðunum umhverfisráðuneytis