Hlutverk Umhverfisstofnunar er að annast þjónustu og ákvarðanir er varða umhverfisgæði og náttúruvernd.
Helstu verkefni:
- umsjón friðlýstra svæða (annarra en Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs)
- stjórnun veiða á villtum fuglum og villtum spendýrum og lífríkisvernd
- losunarbókhald Íslands vegna skuldbindinga í loftslagsmálum
- mengunarvarnir – útgáfu leyfa og eftirlit
- umsagnir vegna mats á umhverfisáhrifum og skipulags
- efnamál – vernd heilsu og umhverfis
- innleiðingu hringrásarhagkerfis og græns lífsstíls
- stjórnun vatnamála
- viðbragð í bráðamengun hafsins
- hollustuhættir