Afgreiðslutími almennra erinda er þrjár vikur nema þau erindi sem eru sérstaklega tilgreind í töflu sem sjá má hér. Afgreiðslutími erinda miðast við að öll gögn sem nauðsynleg eru til ákvarðanatöku liggi fyrir. Málshraði er gefinn upp í dögum og eru frídagar innifaldir í heildartölu ef undanskilinn er málshraði undir fimm dögum.
Verkefni | Málshraði |
Leyfi til framkvæmda á friðlýstum svæðum | 30 dagar |
Leyfi fyrir myndatöku og/eða drónaflug á friðlýstum svæðum | 15 dagar |
Leyfi til umferðar inn á lokuð friðlýst svæði | 15 dagar |
Fyrirspurnir | 5 virkir dagar |
Öll leyfi innan marka verndarsvæðisins Mývatn og Laxá | 30 dagar |
Verkefni | Málshraði |
Leyfi til framkvæmda á friðlýstum svæðum | 30 dagar |
Leyfi fyrir myndatöku og/eða drónaflug á friðlýstum svæðum | 15 dagar |
Leyfi til umferðar inn á lokuð friðlýst svæði | 15 dagar |
Fyrirspurnir | 5 virkir dagar |
Öll leyfi innan marka verndarsvæðisins Mývatn og Laxá | 30 dagar |
Heimilt er, ef nauðsyn krefur og með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar, að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við viðhald skála og neyðarskýla og vegna kvikmyndagerðar, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. Sótt er um þær undanþágur í gegnum þjónustugátt Umhverfisstofnunar.
Umhverfisstofnun getur veitt undanþáguna að fenginni umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands og viðkomandi náttúruverndarnefndar a) ef það stríðir ekki verulega gegn markmiði friðlýsingarinnar og hefur óveruleg áhrif á verndargildi þeirra náttúruminja sem friðlýsingin beinist að, eða b) ef öryggissjónarmið eða mjög brýnir samfélagshagsmunir krefjast þess. Sótt er um undanþáguna með því að senda umsókn á netfanginu ust@ust.is og með henni þarf að fylgja greinagerð um áhrif fyrirhugaðra athafna eða framkvæmdar á verndargildi náttúruminjanna.