Föstudaginn 10. nóvember 2006 var ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda haldinn í Hafnarborg Hafnarfirði.
Umhverfisráðherra flutti ávarp, en síðan voru flutt ýmiskonar erindi sem aðallega var beint til nýrra meðlima náttúruverndarnefnda.
Í lok fundarins var farið í skoðunarferð um Krísuvík undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar tók höfðinglega á móti ráðstefnugestum í starfsmannahúsi við Kaldársselsveg.
Sameiginlegur kvöldverður var að lokum í Hellinum í Fjörukránni.
Hér fyrir neðan má nálgast ávarp umhverfisráðherra og nokkra af fyrirlestrum fundarins: