Auglýsing um viðmiðunartaxta launa, aksturs og verðlaun fyrir unna refi og minka
Viðmiðunartaxti og verðlaun fyrir refi og minka.
Við endurgreiðslu ríkisins til sveitarfélaga á hlutdeild ríkisins í viðmiðunartaxta launa, aksturs og verðlaunum fyrir unna refi, skv. 4. mgr. 12. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og fyrir unna minka skv. 3. mgr. 13. gr. sömu laga, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 437/1995 um refa- og minkaveiðar með áorðnum breytingum, skal miða við:
Fyrir refi - hámarksviðmið og hámarksverðlaun:
Fyrir minka - hámarksviðmið og hámarksverðlaun:
Endurgreiðsla ríkisins til sveitarfélaga vegna:
Refaveiða miðast við hlutdeild af ofangreindum viðmiðunartöxtum og verðlaunum eftir því sem samningar ríkisins við viðkomandi sveitarfélög leyfa á grundvelli fjárveitinga á fjárlögum.
Endurgreiðsla ríkisins til sveitarfélaga vegna minkaveiða miðast að hámarki við helming kostnaðar við veiðarnar eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.
Sveitarfélög skulu fyrir 15. október ár hvert senda Umhverfisstofnun umsókn um endurgreiðslur.